Framkvæmdir við viðbyggingu Stjórnarráðsins hefjast ekki fyrr en eftir ár. Margt hefur tafið. Fyrst fornleifauppgröftur en síðar nýjar útfærslur á teikningum hússins, þar sem fremur er gert ráð fyrir alrými en einkaskrifstofum.
Fyrstu hugmyndir um stækkun Stjórnarráðsins eru frá aldarbyrjun en þær gerðu ráð fyrir sex hæða húsi á milli Bankastrætis og Hverfisgötu.
Á sama tíma og málið hefur velkst um í kerfinu hefur starfsmannafjöldi í ráðuneytinu aukist til muna og hefur það þurft að leigja húsnæði sunnar í Lækjargötu auk rúmrar aðstöðu sem það hefur leigt um árabil í neðsta hluta Hverfisgötu.
Alþingi samþykkti loks ályktun árið 2016 um samkeppni um hönnun viðbyggingarinnar. Tveimur árum seinna afhenti afhenti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra verðlaun í þeirri samkeppni fyrir mun lágstemmdara hús í bakgarði Stjórnarráðsins, en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir, en áætlað er að það verði 1.100 fermetrar.
Heimild: Frettabladid.is