F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Veitna er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Hlemmur og nágrenni 2. áfangi: Rauðarárstígur. Gatnagerð, yfirborðsfrágangur og lagnir, útboð 15539
Framkvæmdin felst í endurnýjun núverandi fráveitulagnar með tvöföldu kerfi regnvatns- og skolps. Fyrirliggjandi heimæðar og niðurföll verða tengd nýja kerfinu auk nýrra svelgja í regnbeðum. Hluti hitaveitulagna í götustæði verða endurnýjaðar.
Samfara endurnýjun lagna verður götukassi endurnýjaður að fullu með fullnaðarfrágangi undirbyggingar í samræmi við snið, gróðurbeðum blágrænna lausna, nýrri hellulögn í gang- og götustæði ásamt nýju snjóbræðslukerfi undir hellulögn. Gengið verður að fullu frá fæðistrengjum rafmagns í jörðu og verður einnig götulýsing endurnýjuð.
Tímabundinn yfirborðsfrágangur verður á svæði við Hverfisgötu þar til framkvæmdir við Borgarlínu hefjast þar. Samræma þarf hönnun þessa svæðis við það verkefni þegar hönnun þess liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að svæðið verður nýtt sem kynningaraðstaða fyrir Hlemm verkefnið og að svæðið verði malbikað án snjóbræðslu.
Helstu magntölur verksins eru:
- Sögun malbiks 105 m
- Upprif hellna 920 m2
- Upprif malbiks 2.400 m2
- Upprif á kantsteini 260 m
- Götur- og stígar – Uppgröftur 500 m3
- Götur- og stígar – Malarfylling 500 m3
- Púkkmulningur 1.790 m2
- Snjóbærðsluslöngur 6.850 m
- Malbik 650 m2
- Kantsteinn 50 m
- Grágrýtiskantsteinn 330 m
- Hellur 2300 m2
- Lagnir- Uppgröftur 5.900 m3
- Lagnir- Fylling 5.300 m3
- Lagnir – Losun klappar 2.300 m3
- Fráveitulagnir 650 m
- Niðurföll 7 stk
- Kaldavatnslagnir 250 m
- Hitaveitulagnir 250 m
- Jarðstrengir 1.000 m
Lokaskiladagur verksins er 30.04.2023.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl.14:00, þriðjudaginn 10. maí n.k., á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 30. maí 2022.