Home Fréttir Í fréttum Tan vill byggja Four Seasons lúxushótel við Skálafell

Tan vill byggja Four Seasons lúxushótel við Skálafell

177
0
Mynd: FACUNDO ARRIZABALAGA - EPA
Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan hefur hug á því að byggja fimm stjörnu hótel undir merkjum Four Seasons við skíðasvæðið í Skálafelli. Tan er fyrrverandi eigandi knattspyrnufélagsins Cardiff auk þess að eiga meirihluta í hótelkeðju Icelandair.

Frá þessu er greint í fundargerð borgarráðs, en þau hafa ekki undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu hótelsins.

<>

Fyrirtækið sem fer fyrir verkefninu heitir Barjaya Land Berhad og rekur í gegnum dótturfélög sín fasteignaþróunar- og fasteignafélalög auk hótela og annarri gistiþjónustu.

Sóttist áður eftir byggingu hótels á Miðbakkanum

Áherslu á að leggja á kyrrð, heilsu og útivist og gert er ráð fyrir að á hótelinu yrði heilsulind og baðlón. „Um yrði að ræða mikla fjárfestingu og fjölmennan vinnustað“ segir í fundargerð borgarráðs.

Eigandi fyrirtækisins hefur þegar keypt þrjá fjórðu í Icelandair hotels og hefur áður falast eftir að fá að byggja fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum í Reykjavík en því var hafnað.

Heimild: Mbl.is