Home Fréttir Í fréttum Sprengingar vegna byggingar á Snjóflóðavörnun á Seyðisfirði

Sprengingar vegna byggingar á Snjóflóðavörnun á Seyðisfirði

198
0
Mynd: Mulathing.is

Framkvæmdir vegna byggingar á Snjóflóðavörnum á Seyðisfirði – Aldan og Bakkahverfi munu standa yfir frá ágúst 2021 til hausts 2025 og eru framkvæmdir nú þegar hafnar.

<>

Verktakafyrirtækið Héraðsverk ehf. er verktaki verksins. Héraðsverk mun sjá um alla jarðvinnu í verkinu og uppbyggingu snjóflóðavarna.

Hluti af jarðvegsframkvæmdum felst í því að borað er í berglög sem verða síðan losuð með sprengingum. Unnið verður í samræmi við reglur um sprengiframkvæmdir í jarðvinnu innan þéttbýlis.

Þannig verður bylgjuhraði og tíðni sprenginga takmörkuð. Vinna við sprengingar er áætlað að hefjist á næstu dögum í Skaganámu og mun standa yfir út verktímann með hléum.

Slíkum aðgerðum fylgir ónæði en reynt verður eftir fremsta megni að lágmarka það. Fyllstu varúðar verður gætt og sprengt með vægum hleðslum til að minnka titring og hávaða.

Verktaki mun gefa þrjú löng hljóðmerki (loftlúður) 5 mín fyrir sprengingu. Umferð í nágrenni við sprengjusvæðið er stranglega bönnuð eftir að hljóðmerki hefur verið gefið.

Sprengingar geta verið á tímabilinu 10:00 – 18:00. Verktakinn ber ábyrgð á því að unnið sé samkvæmt framangreindu.

Unnið er að því að girða vinnusvæðið af og er fólki bent á að halda sig utan girðingar á verktímanum.

Heimild: Mulathing.is