Home Fréttir Í fréttum Bjóða út endurgerð tólf skólalóða

Bjóða út endurgerð tólf skólalóða

316
0
Leikskólinn Klambrar.

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að heim­ila um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að bjóða út fram­kvæmd­ir við end­ur­gerð eða lag­fær­ingu tólf lóða við leik- og grunn­skóla Reykja­vík­ur á þessu ári. Gert er ráð fyr­ir kostnaði upp á 540 millj­ón­ir króna í verk­efnið.

<>
Leik­skól­inn Hálsa­skóg­ur-Borg.

Tíu grunn- og leik­skóla­lóðir verða end­ur­gerðar, en þá er svæðið end­ur­skipu­lagt og lóðin end­ur­nýjuð. Farið er í fram­kvæmd­ir í áföng­um.

Fram­kvæmd­ir í sum­ar

Fram­kvæmd­ir eiga að hefjast í júní og ljúka í sept­em­ber. Tvær lóðir leik­skóla verða þar að auki styrkt­ar, en ekki end­ur­skipu­lagðar í heild sinni. Þar verða leik­tæki end­ur­nýjuð og ör­ygg­is­möl skipt út með nýju fall­varn­ar­efni og/​eða gervi­grasi og hluti leik­svæðis end­ur­skipu­lagður.

Voga­skóli.

Eft­ir­tald­ir leik­skól­ar eru hluti af verk­efn­inu: Hálsa­skóg­ur Borg, Klambr­ar, Suður­borg,Tjarn­ar­borg-Tjörn, Reyn­is­hol­tog Sunnu­fold-Frosti. Grunn­skól­arn­ir eru: Breiðholts­skóli, Borga­skóli, Voga­skóli og Lang­holts­skóli.

Heimild: Mbl.is

Hér fyr­ir neðan eru mynd­ir af skóla­völl­un­um:

 

Leik­skól­inn Tjarn­ar­borg-Tjörn.
Borga­skóli.
Breiðholts­skóli.
Leik­skól­inn Sunnu­fold-Frosti.
Leik­skól­inn Reyn­is­holt.
Leik­skól­inn Suður­borg.