Lóð Grunnskólans á Hvammstanga tók heldur betur góðum breytingum í haust þegar kláraðar voru framkvæmdir við hæðarmismun fyrir sunnan skólann að austanverðu. Verktakarnir, Benjamín Kristinsson og Pétur Daníelsson önnuðust verkið. Á vef Húnaþings vestra segir að aðkoma og aðlaðandi umhverfi, styrki jákvæða ímynd skólans og að notendur fái sín notið í fallegu umhverfi.
Á vef Húnaþings vestra má sjá nokkrar myndir sem teknar voru áður en framkvæmdir byrjuðu, á meðan framkvæmdum stóð og síðan þegar framkvæmdum var lokið.
Heimild: Húni.is