Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð, fráveitu- og neysluvatnslagnir, ásamt lögnum fyrir hitaveitu, rafveitu og fjarskiptalagnir í Hellnahraun 3. áfanga, vegna breytinga á deiliskipulagi.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu „TendSign“ frá og með miðvikudeginum 23. mars og skal tilboðum skilað rafrænt í því kerfi miðvikudaginn 6. apríl 2022 fyrir kl. 11:00.
Verklok eru 11. júlí 2022.
Helstu magntölur eru:
– Malbiksupprif 540 m
– Mulningur undir malbik 1.550 m
– Malbikun 1.420 m
– Fráveitulagnir 120 m
– Veituskurðir 730 m