Byggingafyrirtækið Skemman Vatneyri ehf, hefur sótt um samþykkti fyrir byggingaráformum á Patreksfirði á lóðunum Balar 2.
Um er að ræða tvö fjölbýlishús, bæði á tveimur hæðum með samtals 15-20 íbúðum. Áætluð stærð íbúða er á bilinu 40-90 m2.
Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar.
Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkti byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar.
Var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna framkvæmdina.
Miðað við núverandi áætlun verða húsin byggð á steyptum undirstöðum úr forsmíðuðum einingum/módúlum sem koma nær fullbúnar að utan og innan frá framleiðanda erlendis. Þetta fyrirkomulag við framkvæmdina ætti að leiða til þess að framkvæmdatíminn verði svo stuttur sem unnt er.
Húsin verða klædd með viðhaldslítilli klæðningu en þar koma til greina ýmis efni, s.s. timbur, ál, bárujárn og steinefnaklæðning og reikna má með því að litaval taki mið af jarðlitum.
Heimild: BB.is