Home Fréttir Í fréttum Framkvæma fyrir 125 milljarða í ár

Framkvæma fyrir 125 milljarða í ár

131
0
Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Stærstu opinberu verkkaupar landsins ætla að verja 125 milljörðum króna í innviðaframkvæmdir í ár en þeir kynntu fyrirætlanir sínar á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.

Framkvæmt verður fyrir 125 milljarða í ár sem er 20 milljörðum meira en í fyrra. Aftur á móti dregst heildarvirði útboða saman um 15 milljarða, en boðið verður út fyrir 109 milljarða.

<>

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fjárfesta fyrir 46,7 milljarða., Reykjavík mest eða fyrir 32 milljarða. Mest fer í samfélagslega innviði eins og skóla, leikskóla og íþróttamannvirki en einnig fara umtalsverðir fjármunir í samgöngur, stafræna umbreytingu og ný byggingasvæði.

Vegagerðin framkvæmir fyrir tæpa 26 milljarða, þar af 16,7 milljarða í nýframkvæmdir. Á meðal stórra verkefna eru Arnarnesvegur, annar áfangi Kjalarness, tvöföldun hluta Reykjanesbrautar, Teigskógur og annar áfangi Dynjandisheiðar. Fyrstu útboð vegna Fjarðarheiðaganga fara fram, en heildarumfang þess verks er 40 milljarðar króna.

8 milljarðar verða boðnir út í tengslum við byggingu nýs Landspítala. Þar er langstærsta verkefnið að koma upp útveggjum í meðferðarkjarnanum þar sem þungamiðjan í starfsemi spítalans verður. Samningar um það eiga að liggja fyrir um mitt ár.

20 þúsund fermetra viðbygging rís við Leifssöð. Fjögur ný flugvélastæði fyrir landgöngubrýr bætast við, veitingasvæði stækkar og aðstaða í komusal bætt. 2 milljarðar fara í framkvæmdir á öðrum flugvöllum, til að mynda í nýja viðbyggingu á flugstöðinni á Akureyri.

Heimild: Ruv.is