Home Fréttir Í fréttum Tæpir 2,5 milljarðar í hlutdeildarlán í fyrra

Tæpir 2,5 milljarðar í hlutdeildarlán í fyrra

121
0
Alls hafa 80 hlutdeildarlán verið veitt íbúum Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Alls voru 297 hlut­deild­ar­lán veitt árið 2021 sem sam­tals telja ríf­lega 2,4 millj­arða króna. Fjöldi lána er afar mis­jafn eft­ir mánuðum en þegar mest lét voru 50 lán veitt í mars, sem er tí­falt á við þann fjölda sem var í des­em­ber þegar ein­ung­is fimm lán voru veitt.

<>

Þetta kem­ur fram í svari innviðaráðherra við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata, um hlut­deild­ar­lán.

Alls voru fjög­ur lán veitt árið þar á und­an í des­em­ber en rík­is­stjórn­in kom hlut­deild­ar­lán­um á fót í lokárs 2020. Var mark­mið þeirra að bæta stöðu ungra og tekju­lágra á hús­næðismarkaði með því að brúa­bilið við fast­eigna­kaup. Geta lán­in numið allt að 20% af kaup­verði íbúðar­hús­næðis en þó er heim­ilt að veita allt að 30% hlut­deild­ar­lán til þeirra sem ekki hafa náð til­tekn­um tekju­mörk­um.

Mik­ill mun­ur inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins

Í svari ráðherra kem­ur einnig fram að frá upp­hafi hafi flest lán­in hafi verið veitt íbú­um Reykja­vík­ur­borg­ar, eða alls 80, og nema þau 693.539.673 krón­um.

Næst­flest lán voru veitt íbú­um Reykja­nes­bæj­ar, eða alls 65, sem gera 516.948.914 krón­ur. Þar á eft­ir koma íbú­ar Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar með 46 lán sem sam­tals telja 318.087.350 krón­ur.

Þá voru 18 lán veitt í Mos­fells­bæ sem nema 174.813.900 krón­um.

Þess ber að geta að mun færri lán voru veitt öðrum bæj­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu eða ein­ung­is 8 í Kópa­vogi, 11 í Hafnar­f­irði og 9 í Garðabæ.

Jafn marg­ir í Reykja­vík og Reykja­nes­bæ

Alls hafa 172 bygg­ing­araðilar skráð sig til sam­starfs við hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un vegna hlut­deild­ar­lána. Í sund­urliðun þeirra eft­ir sveit­ar­fé­lög­um í svari ráðherra má sjá að flest­ir eru í Reykja­vík og Reykja­nes­bæ, eða 24 á hvor­um stað fyr­ir sig.

Þá hafa 11 bygg­ing­araðilar frá Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg skráð sig til sam­starfs, sem hef­ur fengið alls 16 hlut­deild­ar­lán sem nema ríf­lega 130 millj­ón­um, og 10 bygg­ing­araðilar frá Ölfusi, sem hef­ur fengið 2 hlut­deild­ar­lán sem nema ríf­lega 13 millj­ón­um.

Þá hafa 10 bygg­ing­araðilar skráð sig til sam­starfs í Ak­ur­eyr­ar­bæ, 8 í Garðabæ, 6 í Hafnar­f­irði, 3 í Kópa­vogi og 4 í Mos­fells­bæ.

Er því fjöldi bygg­ing­araðila ekki í bein­um tengsl­um við fjölda lána.

Heimild: Mbl.is