Home Fréttir Í fréttum Mörg fyrirtæki áhugasöm um úttekt á eldra húsnæði Landspítala

Mörg fyrirtæki áhugasöm um úttekt á eldra húsnæði Landspítala

182
0

Opnaðar hafa verið hjá Ríkiskaupum umsóknir um þátttöku í ástandsskoðun á eldri fasteignum Landspítala.

<>

Góð svörun var við auglýsingu eftir áhugasömum aðilum og alls skiluðu sjö fyrirtæki inn umsóknum um að taka þátt í ástandsmatinu.

„Þessi mikli áhugi kom okkur ánægjulega á óvart. Þetta er mjög mikilvægt verkefni enda er horft til framtíðar. Ástand eignanna verður greint.

Það má segja að greining sé tvíþætt. Í fyrsta lagi er greint hvernig viðhaldástand eignanna er og í öðru lagi hvernig byggingarnar henta starfsemi Landspítala.

Þetta eru mikilvægar upplýsingar fyrir ákvarðanatöku um framtiðarnotkun eignanna, segir Ingólfur Þórisson sviðsstjóri þróunar hjá NLSH.

Húsnæði Landspítala er um 150.000 m2 og staðsett á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og eru margar af þessum eignum með uppsafnaða viðhaldsþörf.

Við vonumst til að þetta mikilvæga verkefni fari af stað strax í febrúar, segir Ingólfur.

Heimild: NLSH.is