Home Fréttir Í fréttum Hallarmúli 2 víki fyrir íbúðum

Hallarmúli 2 víki fyrir íbúðum

72
0
Fyrirhuguð uppbygging Reita í Hallarmúla 2 og Suðurlandsbraut 2. Lengst til hægri á teikningunni má sjá glitta í austurenda Hilton-hótelsins á Suðurlandsbraut. Teikning/Reitir

Miðað við áform fast­eigna­fé­lags­ins Reita mun hús­næðið að Hall­ar­múla 2, sem einu sinni hýsti versl­un­ina Tölvu­tek og hýs­ir nú versl­un Fjalla­kof­ans, víkja fyr­ir íbúðahús­næði.

<>

Það eru þó aðeins áætlan­ir og seg­ir Guðjón Auðuns­son, for­stjóri Reita, í sam­tali við mbl.is að enn geti margt breyst.

„Miðað við áform okk­ar um þetta svæði – sem eru vissu­lega svo­lítið langt fram í tím­ann – þá myndi þessi lóð fá annað hlut­verk,“ seg­ir Guðjón.

Guðjón Auðuns­son, for­stjóri Reita. mbl.is/​Styrm­ir Kári
Marg­ar ólík­ar hug­mynd­ir og vinn­an enn í ferli

Guðjón seg­ir einnig að marg­ar ólík­ar hug­mynd­ir hafi komið fram við skipu­lagn­ingu lóðasvæðis­ins, sem tel­ur einnig til Suður­lands­braut­ar 2, sem er lóð á bakvið Hilt­on-hót­elið á Suður­lands­braut. Það er stein­gráa ný­bygg­ing­in sem sést á teikn­ing­unni hér að ofan.

„Hér áður fyrr var búið að teikna upp hót­el í bak­g­arðinum á Suður­lands­braut 2 og svo voru hug­mynd­ir um bíla­stæðahús, þannig mönn­um hef­ur dottið ým­is­legt í hug. En við keypt­um þetta hús­næði og sjá­um tæki­færi í því að þróa lóðina þarna bakvið Hilt­on-hót­elið í góðu sam­starfi við borg­ina og ná­læga lóðar­hafa.“

Borg­in tekið vel í hug­mynd­irn­ar

Fyr­ir­huguð ný­bygg­ing Reita í Hall­ar­múla verður íbúðar­hús­næði, eins og áður seg­ir, og er áætlað að þar rúm­ist um 120 íbúðir.

Guðjón seg­ir að borg­ar­yf­ir­völd taki vel í hug­mynd­ina.

„Þetta þarf auðvitað að fara til þar til bærra ráða og nefnda sem taka þessi mál til skoðunar. Við höf­um kynnt þess­ar hug­mynd­ir fyr­ir borg­ar­yf­ir­völd­um og fengið já­kvæðar und­ir­tekt­ir. Þetta ferli er svosem bara að hefjast,“ seg­ir Guðjón.

Hér má finna áform Reita.

Heimild: Mbl.is