Home Fréttir Í fréttum 30.12.2021 Vestmannaeyjabær leitar eftir kauptilboðum í hús til flutnings og byggingarrétt lóðarinnar

30.12.2021 Vestmannaeyjabær leitar eftir kauptilboðum í hús til flutnings og byggingarrétt lóðarinnar

143
0

Vestmannaeyjabær óskar eftir kauptilboðum í Rauðgerði og byggingarrétt lóðarinnar Boðaslóð 8-10.

<>

Vestmannaeyjabær leitar eftir kauptilboðum í Rauðgerði og byggingarrétt lóðarinnar Boðaslóð 8-10.

Lóðin Boðaslóð 8-10 er 2.650 m2 og er leikskólinn Rauðagerði staðsettur á lóðinni. Gera þarf deiliskipulag af lóðinni í samráði við seljanda.

Reiknað er með að kaupandi fjarlægi húsið á lóðinni, geri deiliskipulag og byggi skv. því skipulagi á lóðinni.

Heildarbyggingarmagn er 1600 m2.

  • Lóðin afhendist í núverandi ásigkomulagi, eins og hún kemur fyrir.
  • Kaupandi skal ganga frá lóðinni og lóðamörkum að fullu innan 2 ára frá upphafi byggingarframkvæmda.
  • Við hönnun og framkvæmdir skal leitast við að nota vistvænt efnisval eða svansvottaðar vörur.
  • Heimilt er að byggja á lóðinni 2 – 4 hús.
  • Miðað er við að íbúðafjöldi sé á bilinu 10 – 18. Fjölbreytileiki í stærð og herbergjafjölda íbúða er æskilegur.
  • Svalir mega standa allt að 1,6 m út fyrir byggingarreit og eru ekki hluti af byggingarmagni.
  • Heildarfermetrafjöldi skal ekki vera meiri en 1600 m2 að frádregnum kjallara. Heimilt er að setja bílgeymslu í kjallara.
  • Vegghæð húsa skal vera hámark 6 m. frá aðkomukóta jarðhæðar
  • Byggingarlína að sunnan þarf að halda sér, taka tillit til byggingarlínu við Boðaslóð.

Nánari skilmála má finna hér

Skila skal skriflegu tilboði á netfangið: olisnorra@vestmannaeyjar.is. Ekki er um að ræða sérstakt tilboðsblað heldur skal tilboði fylgja greinargerð þar sem fram kemur lýsing á verkefninu, tímaáætlun og verðhugmynd fyrir hús og byggingarrétt.

Tillöguuppdráttur varðandi húsnæði og lóð skal fylgja þar sem fram kemur fyrirhuguð notkun lóðar, gróft útlit og afstöðumynd. Einnig skal fylgja byggingarlýsing.

Tilboðum skal skilað í siðasta lagi 30.desember 2021.

Ekki verður um opnunarfund að ræða heldur mun seljandi fara yfir tilboðin áður en niðurstaða verður gefin út.

Heimild:Tigull.is