Home Fréttir Í fréttum Bygg­ing­ar­geir­inn sjald­an séð eins langt fram í tím­ann

Bygg­ing­ar­geir­inn sjald­an séð eins langt fram í tím­ann

311
0
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri Byko.

Byggingargeirinn hefur sjaldan séð eins langt fram í tímann varðandi verkefnastöðu og nú.

<>

Þetta sagði Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri Byko, í sjónvarpsþættinum Markaðurinn sem verður frumsýndur klukkan sjö í kvöld á Hringbraut.

Hann sagði ástæðuna fjölþætta og nefndi meðal annars umsvif við byggingu íbúða og að verkefni sem ríkisstjórnin lagði upp með til að takast á við niðursveiflu í efnahagslífinu sem rekja má til Covid-19 hafi nú lokið útboðs- og hönnunarferli.

Þar sé meðal annars um að ræða samgöngumannvirki og stærri byggingar.

Sigurður sagði að það væri byggt of lítið af íbúðarhúsnæði í Reykjavík.

Það leiði til ójafnsvægis á markaðnum þar sem eftirspurn og framboði fari ekki saman. Akranes, Hveragerði, Selfoss og Suðurnes njóti góðs af því.

Þar hafi verið lóðir til að byggja á og mikil uppbygging. „Fólk flytur frá borginni,“ sagði hann og nefndi að það væri ekkert tiltökumál að keyra um hálftíma frá vinnu.

Auk þess væru margir vanir fjarvinnu.

Heimild: Frettabladid.is