Home Fréttir Í fréttum Lóðaframboð lykill að lausn íbúðavanda

Lóðaframboð lykill að lausn íbúðavanda

47
0
Það er stutt síðan byggingarkranar gnæfðu víða yfir miðbæinn, en þéttingin þar bætti litlu við af hagkvæmu íbúðarhúsnæði. mbl.is/Árni Sæberg

Umræða um hús­næðismál í Reykja­vík hef­ur verið mik­il und­an­far­in ár, enda vel þekkt að erfitt get­ur verið að finna íbúðar­hús­næði í borg­inni og fast­eigna­verð hef­ur hækkað ört.

<>

Svo rammt hef­ur að þessu kveðið að sum­ir hafa talað um hús­næðiskreppu í því sam­hengi og kennt um lóðaskorti, sem rekja megi til stefnu meiri­hlut­ans í borg­inni eða sinnu­leys­is.

Meiri­hlut­inn seg­ir hins veg­ar að mik­il íbúðaupp­bygg­ing eigi sér stað, en nýj­ar byggðir þurfi að bíða borg­ar­lín­unn­ar til 2034.

Eng­inn lóðaskort­ur?
Um þetta var ný­lega fjallað í tíma­rit­inu Vís­bend­ingu, þar sem sagt var að ekki væri telj­andi lóðaskort­ur í borg­inni, þó fall­ist væri á að mun meira þyrfti að byggja til þess að anna eft­ir­spurn.

Tvær ástæður voru nefnd­ar fyr­ir því að upp­bygg­ing­in væri ekki meiri en raun bæri vitni.

Ann­ars veg­ar væru bank­ar treg­ir til að lána til íbúðabygg­inga, en hins veg­ar væru verk­tak­ar treg­ir til að byggja, eins og sæ­ist af því að ekki væri nema hluti út­gef­inna bygg­ing­ar­leyfa nýtt­ur.

Varla verður þó byggt í borg­ar­land­inu nema lóðir fyr­ir íbúðar­hús­næði standi til boða. Auðvelt er að sjá á vef Reykja­vík­ur­borg­ar, að þar eru eng­ar lóðir í boði.

Eins er full­yrðing­in um að bank­ar vilji ekki lána, sem virðist ættuð frá borg­ar­stjóra, frem­ur hæp­in. Stóru viðskipta­bank­arn­ir þrír hafa all­ir staðfest að þeir hafi ekki hætt að lána til upp­bygg­ing­ar.

Á hinn bóg­inn dreg­ur eðli máls sam­kvæmt úr út­lán­um þegar um­svif drag­ast sam­an.

Vannýtt bygg­ing­ar­leyfi?
Aft­ur á móti er rétt að huga nán­ar að nýt­ingu út­gef­inna leyfa fyr­ir nýj­um íbúðum, sem byggðar eru á gögn­um bygg­ing­ar­full­trú­ans í Reykja­vík.

Á tak­markaðri nýt­ingu þeirra eru vafa­laust fjöl­breyti­leg­ar skýr­ing­ar, en sú helsta er að lík­ind­um eðli­leg fram­vinda bygg­inga­fram­kvæmda, því flest­ir verk­tak­ar byggja í áföng­um.

Þrátt fyr­ir að leyfi fá­ist fyr­ir 200 íbúðum er fyrst ráðist í bygg­ingu 50 íbúða áður en lengra er haldið.

Heimild: Mbl.is