F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Borgartún, Snorrabraut – Katrínartún – göngu- og hjólastígur, útboð nr. 15312
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 14:00 þann 21. september 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 5. október 2021.
Lýsing á verkefninu:
Verkið felur í sér gerð aðskilinna göngu- og hjólastíga við norðanvert Borgartún.
Lögð verða ný niðurföll og tengilagnir þeirra ásamt öðrum veitulögnum í samræmi við útboðsgögn. Lögð verður ný götulýsing við norðanverða götuna.
Verkið felst í hæðaraðlögun yfirborðs nýrra göngu- og hjólastíga, grafa og fylla vegna fráveitu- hitaveitu-, vatnsveitu-, rafveitu- og götuljósalagna, leggja fráveitu-, hitaveitu-, vatnsveitu-, rafveitu- og götuljósalagnir, grafa fyrir og koma fyrir undirstöðum ljósastólpa, reisa ljósastólpa og malbika, leggja kantstein og leggja hellur. Ganga frá yfirborði með götugögnum og öðrum mannvirkjum í samræmi við útboðsgögn.
Helstu magntölur í verkinu eru:
Upprif á malbiki 435 m2
Upprif á steyptri stétt 260 m2
Upprif á steyptum kantsteini 265 m
Gröftur 650 m3
Fylling 175 m3
Mulningur 520 m2
Lagning kantsteina 230 m
Malbikun 500 m2
Hellulögn 1.100 m2
Niðurföll 20 stk
Ljósastólpar 9 stk
Rafstrengir 750 m
Hitaveitulagnir 50 m
Kaldavatnslagnir 3 m
Fjarskiptalagnir 550 m