Vegagerðin býður hér með út framkvæmdir við Hringveg í Borgarnesi; breytingar á gatnamótum Hringvegar (1-g7) og Hrafnakletts og uppsetningu gönguljósa og lagfæringar á hraðahindrun við gönguþverun Hringvegar við Klettaborg og lagfæringu á gönguþverun við Vegagerðina.
– Slitlagsmalbik 7.200 m3
– Burðarlagsmalbik 1.300 m3
– Burðarlag 250 m3
– Styrktarlag 1.165 m3
– Fyllingar/fergingar 9.000 m3
– Skeringar 800 m3
– Frágangur fláa 1.100 m3
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. júní 2022.
Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 13. september 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 28. september 2021
Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.