Home Fréttir Í fréttum Birkir fjárfestir í Skógarböðunum

Birkir fjárfestir í Skógarböðunum

310
0
Birkir Bjarnason á félagið Bjarnason Holding sem fer með 13% hlut í Skógarböðunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum að koma úr þriggja vikna stoppi vegna sum­ar­leyfa og fram­kvæmd­ir hóf­ust af full­um krafti aft­ur í gær,“ seg­ir Sig­ríður María Hammer, en hún hef­ur ásamt eig­in­manni sín­um, Finni Aðal­björns­syni, haft for­ystu um upp­bygg­ingu nýs baðstaðar sem áætlað er að verði opnaður þann 11. fe­brú­ar næst­kom­andi við ræt­ur Vaðlaheiðar.

<>

„Þetta hef­ur allt gengið eft­ir áætl­un en það er erfitt að ná í efni vegna kór­ónu­veirunn­ar. T.d. glugg­ar og hurðir og all­ur viður, þetta eru hlut­ir sem tek­ur helm­ingi lengri tíma að út­vega en áður,“ seg­ir Sig­ríður.

Skóg­ar­böðin rísa nú en þau verða m.a. til úr for­steypt­um ein­ing­um frá fyr­ir­tæk­inu MVA á Eg­ils­stöðum. Morg­un­blaðið/Þ​or­geir Bald­urs­son.

Fyr­ir­tækið Skóg­ar­böð ehf. stend­ur að fram­kvæmd­inni og mun fyr­ir­tæki þeirra hjóna, N10b ehf. fara með 51% hlut í fyr­ir­tæk­inu.

„Norður­orka mun leggja leiðslu sem veita mun heitu vatni úr Vaðlaheiðargöng­um í böðin og mun halda á 5% hlut í fyr­ir­tæk­inu,“ seg­ir Sig­ríður og bend­ir á að nú sé unnið að sam­komu­lagi um flutn­ing vatns­ins.

Þar þurfi m.a. sveit­ar­fé­lög­in, Eyja­fjarðarsveit, Sval­b­arðshrepp­ur, land­eig­end­ur og Vega­gerðin að koma að mál­um.

Heimild: Mbl.is