Home Fréttir Í fréttum Fossvogsskóli tómur en engar framkvæmdir

Fossvogsskóli tómur en engar framkvæmdir

99
0
Nemendur Fossvogsskóla munu nú stunda nám í húsnæði Hjálpræðishersins yfir óákveðinn tíma, en enn er á huldu hver framtíð húsnæðis Fossvogsskóla verður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Val­gerður Sig­urðardótt­ir borg­ar­full­trúi furðar sig á því að eng­ar upp­lýs­ing­ar hafi borist um það hvað verði gert við Foss­vogs­skóla vegna myglu­vand­ans, en þar til lín­ur skýr­ast munu nem­end­ur stunda nám í hús­næði Hjálp­ræðis­hers­ins.

<>

Seg­ir Val­gerður í sam­tali við mbl.is að for­eldr­ar barna í skól­an­um hafi velt því fyr­ir sér, þegar þeir eiga leið hjá, hvers vegna eng­ar fram­kvæmd­ir séu hafn­ar við skól­ann.

Raun­ar hafi eng­ar upp­lýs­ing­ar borist um það hvað verði gert í myglu­vand­an­um.

„Ég hef bara heyrt það, að það sé ekk­ert byrjað að vinna í hús­næðinu. Og eft­ir því sem það dregst um lengri tíma því leng­ur verða börn­in um all­an bæ,“ seg­ir Val­gerður.

Ákvörðunin tek­in of seint
Hvernig líst þér á að nem­end­ur stundi nám í hús­næði Hjálp­ræðis­hers­ins?

„Það hef­ur verið svo ofboðslega mik­ill seina­gang­ur á mál­inu. Skól­inn er að byrja á mánu­dag­inn, ég get ekki ímyndað mér álagið sem er á starfs­fólk­inu núna. Og það, að ekki hafi verið haft sam­ráð við for­eldr­ana um að fara í Vík­ings­heim­ilið [líkt og fyrst var ákveðið] – það er al­gjör­lega fyr­ir neðan all­ar hell­ur,“ seg­ir Val­gerður og held­ur áfram:

„Þetta er ör­ugg­lega fín­asta hús­næði og ör­ugg­lega það besta í stöðunni núna, en þetta hefði átt að vera ákveðið fyr­ir löngu síðan, því við viss­um strax í sum­ar­byrj­un að þess­ir fær­an­legu skúr­ar [sem kennsla átti að fara fram í] myndu ekki vera komn­ir upp við skól­ann þegar skól­inn byrjaði.

Hvað er búið að vera að gera í all­an þenn­an tíma?“ spyr Val­gerður að lok­um.

Heimild: Mbl.is