Home Fréttir Í fréttum Íbúðalánasjóður með um 300 íbúðir í sölumeðferð á Suðurnesjum

Íbúðalánasjóður með um 300 íbúðir í sölumeðferð á Suðurnesjum

64
0
Reykjanesbær

Í lok september voru 703 eignir Íbúðalánasjóðs í almennri sölumeðferð hjá fasteignasölum víðsvegar um landið, þar af um 300 á Suðurnesjum. Af 668 íbúðum sem eru í útleigu hjá eignasviði Íbúðalánasjóðs eru 194 á Suðunesjum. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir septembermánuð.

<>

Langflestar íbúðanna eru leigðar til fjölskyldna og einstaklinga sem dvöldu í eignunum þegar Íbúðalánasjóður eignaðist þær. Um 75% þeirra fullnustueigna sem bætast við eignasafnið fara í leigu á þennan hátt, segir jafnframt í skýrslunni.

Íbúðarlánasjóður á tæplega 1500 íbúðir um allt land, þar af eru tæplega þriðjungur á Suðurnesjum eða 471 íbúð.

 

Heimild: Sudurnes.net