Home Fréttir Í fréttum Nýtt hlýlegt hótel við miðju Gullna hringsins

Nýtt hlýlegt hótel við miðju Gullna hringsins

311
0
Hjónin Elínborg Benediktsdóttir og Jóhann Guðni Reynisson. Mbl.is/Björn Jóhann

„Í ferðaþjón­ustu er lyk­il­atriði að þykja vænt um fólk. Mik­il­vægt er að skapa já­kvætt and­rúms­loft meðal starfs­fólks, sem skil­ar sér alltaf til gesta,“ seg­ir Jó­hann Guðni Reyn­is­son á Blue Hotel Fagra­lundi í Reyk­holti í Bisk­upstung­um.

<>

Hót­elið var opnað 15. júlí sl., aðeins 80 dög­um frá því byrjað var að reisa og setja sam­an ein­ing­ar svo úr varð 1.500 fer­metra bygg­ing.

Alls eru 40 her­bergi á hót­el­inu, sem er í skóg­ar­lundi við Bisk­upstungna­braut og í miðju Gullna hrings­ins.

Gam­an að spjalla við gesti

„Ég veit fátt skemmti­legra en að spjalla við gest­ina sem eru í fríi og hafa fært sig niður um gír í hraðferð til­ver­unn­ar,“ seg­ir Jó­hann Guðni.

„Íslend­ing­ar eru áber­andi í hópi gesta hér og marg­ir dvelja í nokkra daga.

Marg­ir nýta sér að í 30 kíló­metra radíus héðan frá Reyk­holti eru marg­ir golf­vell­ir; í Önd­verðarnesi og Kiðjabergi í Gríms­nesi, í Úthlíð, í Miðdal við Laug­ar­vatn, á Geysi og á Flúðum.“

Eig­end­ur hót­els­ins nýja eru þrenn hjón; Jó­hann Guðni og El­ín­borg Birna Bene­dikts­dótt­ir, Katrín Helga­dótt­ir og Bjarni Kristján Þor­varðar­son og í Banda­ríkj­un­um eru Claudia og Ken Peter­son maður henn­ar, sá er stóð að bygg­ingu ál­vers­ins á Grund­ar­tanga.

Sam­stillt­ur hóp­ur

„Við El­ín­borg stönd­um vakt­ina hér núna til að byrja með og höf­um starfað við ferðaþjón­ustu í nokk­ur ár ásamt Bjarna og Katrínu; byggðum og leigj­um út tólf sum­ar­hús ein­mitt hér í Bisk­upstung­um.

Við vild­um róa áfram á sömu mið og fund­um fína lóð í Reyk­holti sem var föl.

Gisti­heim­ili sem þar var fyr­ir er í dag nýtt sem gesta­mót­taka og morg­un­verðarsal­ur nýja hót­els­ins, en fram­kvæmd­ir við bygg­ingu þess hóf­ust síðasta haust.

Þá voru sökkl­arn­ir steypt­ir og snemma í vor var byrjað að raða sam­an ein­ing­un­um, sem fengn­ar eru frá Nor­egi,“ seg­ir Jó­hann Guðni og bæt­ir við:

„Í stórri fram­kvæmd, eins og bygg­ingu Blue Hót­els Fagra­lund­ar, þurfti allt að ganga greitt fyr­ir sig.Þá er mik­il­væg­ast að hafa með sér gott fólk í sam­stillt­um hópi – og svo borð fyr­ir báru svo hægt sé að bregðast skjótt við því sem er ófyr­ir­séð.

Fyrstu gest­irn­ir hér bók­staf­lega mættu iðnaðarmönn­um í dyr­un­um svo kap­all­inn gekk upp.

Fjöl­skyld­ur og vin­ir unnu hér um helg­ar við að gera her­berg­in klár og skapa nota­leg­an blæ en á öll­um þeirra eru mál­verk sem Katrín Helga­dótt­ir, einn eig­enda hót­els­ins, málaði.

Allt þetta gef­ur hót­el­inu hlý­legt yf­ir­bragð sem skipt­ir miklu svo gest­um líði vel – en til þess er leik­ur­inn gerður.“

Heimild: Mbl.is