Home Fréttir Í fréttum Gróska kostaði yfir átta milljarða

Gróska kostaði yfir átta milljarða

219
0
Björgólfur ThorBjörgólfsson er meðal stærstu hluthafa félagsins. Aðsend mynd.

Byggingin Gróska í Vatnsmýrinni kostaði alls yfir átta milljarða króna í byggingu samkvæmt ársreikningi Grósku ehf., sem á húsið.

<>

Félagið gjaldfærði einnig fjármagnskostnað á framkvæmdatímanum. Byggingu hússins, sem er alls um 18.000 fermetrar, lauk í árslok 2020 samkvæmt ársreikningnum.

Rekstrartekjur félagasins af útleigu námu 1159 milljónum króna og rekstrargjöld 167 milljónum króna, þar af afskriftir fyrir um 83 milljónir króna. Bókfært tap var því 8 milljónir króna.

Gróska er að mestu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, meðeigenda hjá Novator. CCP er með höfuðstöðvar í húsinu og þá er þar ýmiss konar sprotatengda starfsemi að finna.

Heimild: Vb.is