Seinni opnunarfundur 13. október 2015. Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit með gerð Bakkavegar á Húsavík, frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæði á Bakka.
Framkvæmdin sem hér um ræðir nær yfir gröft 0,9 km langra jarðganga og er breidd þeirra 11 m. Ennfremur smíði vegskála við gangaenda, klæðingu ganga, jarðvatnslagnir og rafbúnað ásamt vegagerð í göngum og vegagerð frá höfn að göngum og frá göngum að iðnaðarsvæði, samtals 2,1 km, ásamt brimvörn og lögn fráveitulagnar í göngin.
Á fundinum voru lesin upp stig í hæfismati og opnuð verðtilboð bjóðenda sem uppfylltu skilyrði útboðslýsingar. Verðtilboð Hnits verkfræðistofu hf. var ekki lesið upp.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. | Hæfnismat, stig |
Áætlaður verktakakostnaður | 146.000.000 | 100,0 | 5.384 | |
Efla ehf., og Geotek ehf., Reykjavík | 144.104.000 | 98,7 | 3.488 | 86 |
Verkís hf., Reykjavík | 140.616.000 | 96,3 | 0 | 86 |