Niðurrif á því sem eftir stendur af húsinu við Bræðraborgarstíg 1 hófst í dag, tæpu ári eftir að húsið brann.
Nágrannar hafa lengi beðið eftir þessum degi eftir að hafa ítrekað kallað eftir því að húsið verði fjarlægt. Það hafi vakið óhug að horfa upp á rústirnar dag eftir dag.
Bruninn átti sér stað þann 25. júní síðastliðinn og létust þrjú í brunanum. Síðan þá hefur húsið staðið autt en rannsóknum vegna brunans er löngu lokið.
Marek Moszczynski var sýknaður af þreföldu manndrápi, tilraun til manndráps og brennu vegna ósakhæfis í síðastliðinni viku.
Síðan þá hefur húsið staðið autt en rannsóknum vegna brunans er löngu lokið.
Ljóst er að húsið er gjörónýtt og verður ekki bjargað en það hefur verið afgirst síðustu mánuði til að koma í veg fyrir að almenningur flækist þar inn.
Íbúar í grennd við húsið hafa iðulega bent á að það stafi hætta af því að börn séu að laumast inn í húsið. Þá sé hætta á að rústirnar hrynji án viðvörunar.
Heimild: Frettabladid.is