Home Fréttir Í fréttum Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024

Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024

263
0
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar að ný brú yfir Ölfusá við Selfossi verði klár í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Svona mun brúin líta út. VEGAGERÐIN

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana.

<>

Gríðarlegt umferðarálag er við núverandi Ölfusárbrú við Selfoss og myndast oft langar biðraðir við brúna. En það er að létta til því það á að fara að byggja nýja brú yfir ofan Selfoss. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra veit allt um málið.

„Já, hún er í svona ákveðnu ferli en það er búið að vera svokallaður markaðsdagur þar sem talað er við áhugasama aðila þar sem þetta er samvinnuleiðar verkefni, svokallað PPP.

Brúin verður væntanlega boðin út um næstu áramót og þá geta framkvæmdir hafist og ef þær ganga vel þá verður þeim lokið annað hvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024, sem er á svipuðum tíma og vegirnir í Ölfusinu klárast.“

Vegatollur verður innheimtur yfir nýju brúna en ekki er vitað á þessari stundu hvað hann verður hár.
VEGAGERÐIN

Þannig að þú ert að lofa nýrri brú?

„Já, ég er að lofa nýrri brú, hún kemur og er komin í sitt örugga ferli,“ segir Sigurður Ingi.

Ráðherrann segir að nýja brúin verði stórglæsilegt mannvirki.

„Hún verður svona einkenni, sem menn geta orðið mjög stoltir af í framtíðinni að sjá.“

En hvað kostar svona brú?

Sigurður Ingi í vöffukaffi hjá Framsóknarfélagi Árborgar en hann er mikið spurður um hvenær ný brú kemur yfir Ölfusá þar sem hann mætir á fundi.
MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

„ Verkefnið í heild hefur verið metið á sex til sex og hálfan milljarð en þarf af eru auðvitað hluti af vegum, sem tengjast henni en við erum núna, bæði til að spara tíma og fara betur með fé að leggja grunninn að veginum áfram frá því þar sem vegaumbæturnar eru í Ölfusinu í dag að áttinni að brúnni.“

Heimild: Visir.is