Home Fréttir Í fréttum Mörg hundruð ný störf á vell­in­um í sum­ar

Mörg hundruð ný störf á vell­in­um í sum­ar

131
0
Stækk­un flug­vall­ar­ins er í full­um gangi. Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via, og Brynj­ólf­ur Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri VSS, und­ir­rituðu samn­ing­inn í dag. Ljós­mynd/​Isa­via

Isa­via und­ir­ritaði í dag samn­ing við Verk­fræðistofu Suður­nesja um fram­kvæmda­eft­ir­lit og ráðgjöf vegna nýrr­ar viðbygg­ing­ar við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar.

<>

Fram­kvæmd­ir hefjast á næstu vik­um og eru hluti af vinnu við stækk­un flug­stöðvar­inn­ar og um­bót­um á Kefla­vík­ur­flug­velli í fram­haldi af hluta­fjáraukn­ingu rík­is­ins í Isa­via.

Mörg hundruð ný störf verða til í sum­ar í tengsl­um við fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir, sem und­ir­bún­ar hafa verið á síðustu mánuðum með útboðum og verðkönn­un­um.

VSS kem­ur einnig að öðrum verk­efn­um

Stækk­un aust­ur­bygg­ing­ar flug­stöðvar­inn­ar er viðamesta fram­kvæmd­in. Þrjú til­boð bár­ust í fram­kvæmda­eft­ir­lit og til­heyr­andi ráðgjöf í tengsl­um við þær og var lægsta til­boðið frá Verk­fræðistofu Suður­nesja (VSS), 200 millj­ón­ir króna. Aðrir sem buðu í verkið voru JT Verk og Hnit.

Til­boð VSS var samþykkt og í dag und­ir­rituðu Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via, og Brynj­ólf­ur Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri VSS, samn­ing­inn, sem er ekki ein­göngu bund­inn við fyrsta áfanga aust­ur­bygg­ing­ar Flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar.

Því mun VSS mögu­lega einnig koma að eft­ir­liti og ráðgjöf vegna annarra verk­efna sem eru á döf­inni á Kefla­vík­ur­flug­velli á kom­andi mánuðum.

Heimild: Mbl.is