Mannvit fyrir hönd Fjarðabyggðar auglýsir eftir tilboðum í verkið:
Íþróttahús Reyðarfirði Reising límtréshúss
Verkið felst í reisingu 1.500 m2 límtréshúss frá Límtré Vírnet á Reyðarfirði. Húsið kemur á steinsteyptar undirstöður með innsteyptum festingum fyrir límtré.
Helstu verkþættir eru reising burðarvirkis úr límtré, klæðning yleininga á þak og veggi, niðurtekið loft, reyklosunarlúgur og hurðir.
Hússtærð:
Vegghæð 6 m
Mænishæð 11,6 m
Þakhalli 17 °
Flatarmál (utanmál hússins) 1.519 m2
Helstu magntölur:
Límtré 150 m3
Yleiningar – Þak 1.600 m2
Yleiningar – Veggir 1.100 m2
Verktaki getur hafið framkvæmdir að lokinni undirritun verksamnings.
Búið verður að steypa útveggjasökkla með innsteyptum festingum og jafna fyllingu áður en verkið hefst en ekki verður búið að steypa gólfplötu. Verkinu skal vera lokið 15. júní 2021.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Mannvits (valgeir@mannvit.is s: 422-3603), Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, frá og með fimmtudeginum 4. mars 2021.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Mannvits Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð miðvikudaginn 17. mars 2021 fyrir kl 14:00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.