F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Skógarhús – Funaborg. Uppbygging og fullnaðarfrágangur, útboð nr. 15100
Yfirlit yfir verkið:
Verkið felst í uppbyggingu og fullnaðarfrágangi á fyrirhuguðu skógarhúsi við leikskólann Funaborg í Grafarvogi, Funafold 42-44, Reykjavík. Í gangi eru framkvæmdir við gerð aðkomuleiðar og lagningu stofnlagna í jörðu fyrir fyrirhugað skógarhús og þær framkvæmdir eru ekki hluta af þessu útboði.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur á lausum jarðvegi 300 m3
- Steinsteypa 65 m3
- Stálvirki 1.000 kg
- Léttir útveggir með timburgrind 115 m2
- Létt þakvirki 190 m2
- Loftræsikerfi 60 m
- Gólfhiti 110 m2
- Strengir og vírar 2300 m
- Raflagnapípur 750 m
- Lampar 40 stk.
- Gluggar 20 stk.
- Inni- og útihurðir 13 stk.
Verklok eru 31. október 2021.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 12:00 þann 1. mars 2021.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 17. mars 2021.