Home Fréttir Í fréttum Myglu­varið timb­ur á markað hjá Húsasmiðjunni

Myglu­varið timb­ur á markað hjá Húsasmiðjunni

307
0
Um er að ræða nýj­ung á markaðnum. Ljós­mynd/​Aðsend

Húsa­smiðjan hef­ur sett á markað myglu­varið bygg­ingatimb­ur.

<>

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að timbrið sé yf­ir­borðsmeðhöndlað með Vascol-myglu­vörn og að þessi lausn sé nýj­ung á ís­lenska bygg­inga­vörumarkaðnum.

„Með nýja myglu­v­arða bygg­ingatimbr­inu er kom­inn val­kost­ur fyr­ir bygg­ing­araðila sem dreg­ur úr hættu á myglu t.d. í þökum sem hef­ur verið nokkuð al­gengt vanda­mál á Íslandi sl. ára­tugi. Mygla loðir mjög illa við myglu­v­arða bygg­ingatimbrið.

Þetta er kær­kom­in viðbót við myglu­v­arðan krossvið sem við höf­um haft í sölu í nokk­ur ár með mjög góðum ár­angri,“ seg­ir Júlí­us Sig­urþórs­son, vöru­stjóri timb­urs í Húsa­smiðjunni, í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is