Home Fréttir Í fréttum Stærsta skipulagsverkefni í 35 ár

Stærsta skipulagsverkefni í 35 ár

179
0
Krossamýrartorg verður hjartað í þessum nýja borgarhluta, þar sem verslun og þjónustu verður að finna í bland við menningu og aðra afþreyingu. Aðsend mynd

Þróun yfir 3 þúsund íbúða í blandaðri byggð er þegar hafin á Ártúnshöfðasvæðinu.

<>

Krossamýrartorg verður hjartað í þessum nýja borgarhluta, þar sem verslun og þjónustu verður að finna í bland við menningu og aðra afþreyingu.

Afar metnaðarfull áform eru uppi um uppbyggingu nýs hverfis á Ártúnshöfða við Elliðaárvog.

Til stendur að reisa allt að 6 þúsund íbúðir á svæðinu samkvæmt aðalskipulagi, í bland við annarskonar byggð, sem borgaryfirvöld segja stærsta skipulagsverkefni borgarinnar í 35 ár.

Í fyrstu áföngum verða þær á fjórða þúsund, en þar af byggir fasteignaþróunarfélagið Klasi um þriðjung á svæði sem það hefur kosið að kalla Borgarhöfða. Búist er við að byggingaframkvæmdir geti hafist innan árs, og fyrstu íbúarnir flytji inn 2024.

„Við erum búnir að vera með hugann við þróun Ártúnshöfðans í 15 ár, og síðustu 5 árin höfum við átt í góðu samstarfi við borgina.

Þar erum við að horfa til töluvert stærra svæðis en við erum að hefja framkvæmdir á núna,“ segir Halldór Eyjólfsson, þróunarstjóri Klasa. Svæðið sem nú sé verið að þróa sé Elliðaárvogurinn og Ártúnshöfðinn, sem kynnt er sem nýr borgarhluti í aðalskipulagi borgarinnar.

Fólk vill meiri borgarbrag
„Þetta verður aðaluppbyggingasvæði borgarinnar, og þar með höfuðborgarsvæðisins, næstu árin. Í heild verða þetta um 3.600 íbúðir, en af því er okkar svæði uppi á sjálfum Ártúnshöfðanum, og verður líklega sá hluti sem fer fyrst í uppbyggingu.“

Innan þess svæðis verði um 1.200 íbúðir í bland við þjónustuog atvinnukjarna, þar sem lögð verði áhersla á þétta og öfluga borgarbyggð, með tilheyrandi borgarbrag og mannlífi. „Við heyrum það bara á markaðnum að fólk, og þá sérstaklega yngri kynslóðin, vill að þetta verði meiri borg.

Þessi borgarhluti er þó engu síður spennandi fyrir eldri markhópa, enda verður þess gætt að hverfið þjóni þörfum allra aldurshópa.“

Deiliskipulag svæðisins fer í formlega kynningu á næstunni, en tiltölulega lítið þarf að rífa og undirbúa að sögn Halldórs. „Það sem þarf að gera ætlum við að fara í í sumar, og erum að undirbúa okkur fyrir það að fyrstu lóðir verði klárar til uppbyggingar í lok þessa árs.“

Allt að 12 hæðir miðsvæðis
Halldór segir staðsetninguna einstaka að mörgu leyti. Hverfið liggi nærri stofnæðum, sem dæmi, og aðgengi að svæðinu því gott. „Það mun svo bætast enn frekar með tilkomu Borgarlínunnar.

Hverfið liggur við Borgarlínuásinn, og lykilstöð í því kerfi verður þarna á okkar svæði, en hún er bara hrein og klár viðbót við aðra samgöngumáta.“ Hann telur fyrirtæki í framtíðinni munu leggja enn meiri áherslu á góðar samgöngur, bæði almennings- og einka.

Heimild: Vb.is