Home Fréttir Í fréttum Tengja Bryggju­hverfið við Ártúns­höfða

Tengja Bryggju­hverfið við Ártúns­höfða

241
0
Bjarni Þór Þórólfs­son, formaður Bryggjuráðs, íbúa­sam­taka Bryggju­hverf­is, Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og Þor­steinn Þor­geirs­son íbúi og holl­vin­ur Bryggju­brekk­unn­ar sem stíg­arn­ir liggja um Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Nýr göngu- og hjóla­stíg­ur og tröppu­stíg­ur sem liggja á milli Bryggju­hverf­is og Ártúns­höfða voru opnaðir í gær. Í til­efni af því héldu íbú­ar í Bryggju­hverfi litla at­höfn, en mik­il ánægja er með ráðstöf­un­ina meðal íbú­anna. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

<>

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri opnaði stíg­ana form­lega en íbú­ar á svæðinu hafa lengi hvatt borg­ar­yf­ir­völd til að koma á teng­ingu við Ártúns­höfða. Á opn­un­ar­at­höfn­inni hélt Bjarni Þór Þórólfs­son, formaður Bryggjuráðs, ávarp. Sagðist hann þakk­lát­ur fyr­ir nýju stíg­ana.

Mynd af stígn­um. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Fram­kvæmd­ir við stíg­ana hafa staðið yfir í nokk­urn tíma en nú eru þeir til­bún­ir. Um er að ræða þriggja metra breiðan og 300 metra lang­an og upp­lýst­an mal­bikaðan göngu- og hjóla­stíg. Hækk­un­in er um 27 metr­ar, og er meðal­hall­inn um 10%, sem er mjög viðráðan­legt. Einnig er hægt að fara um styttri tveggja metra breiðan tröppu­stíg með hand­riði.

Næst­kom­andi sum­ar stend­ur til að göngu­stíg­ur­inn verði fram­lengd­ur meðfram Svart­höfða að Stór­höfða. Stíg­ur­inn mun m.a. mynda góða göngu- og hjóla­teng­ingu við Borg­ar­lín­una sem mun ganga í gegn­um Ártúns­höfða. Lít­ils­hátt­ar frá­gang­ur er eft­ir við stíg­ana, t.d. sán­ing grass í mold­ar­flög.

Heimild: Mbl.is