Home Fréttir Í fréttum Byggja nýtt 64 rýma hjúkr­un­ar­heim­ili

Byggja nýtt 64 rýma hjúkr­un­ar­heim­ili

118
0
Ljós­mynd/​Hrafn­ista

Samn­ing­ur um bygg­ingu 64 rýma hjúkr­un­ar­heim­il­is í Boðaþingi var samþykkt­ur í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs í gær. All­ir greiddu at­kvæði með til­lög­unni, en miðað er við að fram­kvæmd­ir hefj­ist í árs­byrj­un 2022.

<>

„Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs lýs­ir yfir ánægju með að loks skuli vera að kom­ast á samn­ing­ur milli Kópa­vogs­bæj­ar og heil­brigðisráðuneyt­is­ins um bygg­ingu 64 hjúkr­un­ar­rýma við Boðaþing.

Hjúkr­un­ar­rým­in eru kær­kom­in viðbót við þau 44 hjúkr­un­ar­rými sem ríkið rek­ur nú þegar í Boðaþingi og koma til með að leysa úr brýnni þörf fjölda þeirra sem eru á biðlista eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um,“ seg­ir í sam­eig­in­legri bók­un bæj­ar­stjórn­ar.

Von­ir eru bundn­ar við að heim­ilið verði komið í gagnið á fyrsta árs­fjórðungi árs­ins 2024.

Áætlaður kostnaður vegna bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins eru rúm­ir þrír millj­arðar og skipt­ist kostnaður­inn þannig að 85% greiðist úr rík­is­sjóði en 15% af Kópa­vogs­bæ.

Að auki legg­ur Kópa­vogs­bær til lóð und­ir hjúkr­un­ar­heim­ilið að verðmæti um 100 millj­ón­ir. Nýja bygg­ing­in mun tengj­ast þjón­ustumiðstöðinni í Boðaþingi sem bær­inn byggði og rek­ur í sam­starfi við ríkið og rekstr­araðila Boðaþings.

Heimild: Mbl.is