Home Fréttir Í fréttum Nýr turn í Kópa­vogi lækkaður úr 25 í 15 hæðir

Nýr turn í Kópa­vogi lækkaður úr 25 í 15 hæðir

307
0
Turn­inn sem er hægra meg­in fyr­ir miðju hef­ur verið lækkaður í nú­gild­andi deili­skipu­lagi. Var áður heim­ilt að byggja allt að 32 hæða turn á reitn­um áður en ný aug­lýs­ing gerði ráð fyr­ir 25 hæðum. Nú hef­ur hann hins veg­ar verið lækkaður í 15 hæðir. Á þess­ari mynd má einnig sjá hvernig fyrsti áfangi varðandi teng­ingu milli Glaðheima­svæðis­ins og Smáralind­ar verður í formi göngu- og hjóla­stígs. Teikn­ing/​Deili­skipu­lag Kópa­vogs

Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs hef­ur samþykkt breytt deili­skipu­lag fyr­ir vest­ur­hluta Glaðheima­svæðis­ins, en það er svæðið aust­an við Reykja­nes­braut­ina og vest­an við Linda­hverfi, þar sem áður var reiðhöll og hest­hús Hesta­manna­fé­lags­ins Gusts.

<>

Dregið verður úr bygg­inga­magni at­vinnu­hús­næðis miðað við fyrri plön og risa­vax­inn turn lækkaður um­tals­vert.

Reit­ur­inn sem um ræðir er rétt aust­an við Smáralind og hverfið 201 Smári. Teikn­ing/​Deili­skipu­lag Kópa­vogs

Í kynn­ingu á deili­skipu­lag­inu fyrr í ár var gert ráð fyr­ir 25 hæða turni und­ir at­vinnu­hús­næði á svæðinu, en í skipu­lagi frá ár­inu 2009 var gert ráð fyr­ir 32 hæða turni. Í nú­gild­andi skipu­lagi sem var samþykkt í síðustu viku hef­ur turn­inn verið lækkaður í 15 hæðir, en íbú­ar á svæðinu mót­mæltu í sum­ar hversu hár turn­inn átti að vera.

Sam­kvæmt skipu­lag­inu verður lagður göngu- og hjóla­stíg­ur frá hverf­inu yfir Reykja­nes­braut­ina að Smáralind og nýja hverf­inu sem geng­ur und­ir nafn­inu 201 Smári.

Í ný­samþykkta deili­skipu­lag­inu er gert ráð fyr­ir að 15 hæða turn­inn verði sam­tals 55,4 metr­ar á hæð. Verður hann þannig um helm­ingi lægri en sá turn sem sett­ur var fram í deili­skipu­lag­skynn­ingu fyrr í sum­ar, en þar var gert ráð fyr­ir 115 metra háum 25 hæða turni.

Til sam­an­b­urðar er stóri turn­inn við Smára­torg 77,6 metr­ar og 20 hæðir. Þrátt fyr­ir að turn­inn í Glaðheim­um sé lækkaður þetta mikið mun hann áfram skaga yfir svæðið, enda stend­ur hann nokkuð hærra en turn­inn við Smára­torg.

Teikn­ing frá deili­skipu­lag­skynn­ingu Kópa­vogs í sum­ar. Þá var gert ráð fyr­ir að turn­inn yrði 25 hæðir. Hætt hef­ur verið við þau áform. Teikn­ing/​Deili­skipu­lag­skynn­ing Kópa­vogs

Svæðið er í heild 8,6 hekt­ar­ar að stærð, en við hlið þess hef­ur á síðustu árum risið upp þétt byggð á aust­ur­hluta skipu­lags­svæðis­ins. Eins og sjá má á meðfylgj­andi teikn­ingu er nýja skipu­lags­svæðið það sem ligg­ur næst Reykja­nes­braut­inni.

Verður versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næði á 12 lóðum næst Reykja­nes­braut­inni, en þau hús verða á þrem­ur til fimm hæðum, auk fyrr­nefnds 15 hæða turns. Þar fyr­ir inn­an, verða fimm fjöl­býl­is­húsalóðir á 5-12 hæðum auk lóðar und­ir leik­skóla.

Svæðið sem um ræðir er á vest­ari hluta gula svæðis­ins, sem af­markað er með punktalín­unni. Þegar hef­ur verið byggt á aust­ara hluta svæðis­ins. Teikn­ing/​Deili­skipu­lag Kópa­vogs

Heild­ar­stærð at­vinnu­hús­næðis með kjall­ara og bíla­geymsl­um er í nýja skipu­lag­inu 85 þúsund fer­metr­ar og heild­ar­stærð íbúðar­hús­næðis með kjall­ara og bíla­geymsl­um um 37 þúsund fer­metr­ar. Þá er áætlaður 1.500 fer­metra leik­skóli á svæðinu. Heilda bygg­ing­ar­magn á deili­skipu­lags­svæðinu er því 123 þúsund fer­metr­ar og þar af 75 þúsund fer­metr­ar of­anj­arðar, eða 61%.

Gert er ráð fyr­ir at­vinnu­hús­næði á tólf lóðum upp með Reykja­nes­braut­inni og Arn­ar­nes­vegi, en íbúðabyggð þar inn af. Á aust­ari reitn­um, sem þegar er byggður er fyr­ir að finna íbúðahús­næði. Teikn­ing/​Deili­skipu­lag Kópa­vogs

Gert er ráð fyr­ir um 270 íbúðum á svæðinu, en miðað við 2,7 íbúa á hverja íbúð gæti íbúa­fjöldi orðið um 730. Að meðaltali verða 1,3 bíla­stæði á hverja íbúð sam­kvæmt skipu­lag­inu og eitt stæði fyr­ir hverja 35 fer­metra í versl­un og þjón­ustu, eitt stæði á hverja 50-60 fer­metra af skrif­stofu- og at­vinnu­hús­næði og eitt stæði á hverja 100 fer­metra í geymslu- og kjall­ara­rými.

Á síðari stig­um fram­kvæmda á svæðinu er gert ráð fyr­ir að byggt verði yfir Reykja­nes­braut­ina með einskon­ar loki þar sem hjóla- og göngu­stíg­ur­inn verður. Er þannig gert ráð fyr­ir að tengja hverf­in sitt hvoru meg­in við Reykja­nes­braut­ina bet­ur sam­an. Teikn­ing/​Deili­skipu­lag Kópa­vogs
Stíga­kerfi svæðis­ins í tveim­ur fös­um. Í seinni fasa er horft til þess að bæta sam­göng­ur gang­andi og hjólandi yfir Reykja­nes­braut­ina. Miðað við teng­i­stíg­inn sem ligg­ur meðfram Reykja­nes­braut­inni ætti hjólandi um­ferð að kom­ast frá Garðabæ í gegn­um Linda­hverfið án þess að þurfa að taka mestu hækk­un­ina upp meðfram Arn­ar­nes­veg­in­um, held­ur að geta farið í gegn­um Glaðheima­svæðið á leiðinni í átt­ina að Mjódd. Teikn­ing/​Deili­skipu­lag Kópa­vogs
Turn­inn hefði gnæft yfir svæðið, en hann hef­ur verið lækkaður í 15 hæðir í nú­ver­andi skipu­lagi. Teikn­ing/​Deili­skipu­lag­kynn­ing Kópa­vogs

Heimild: Mbl.is