„Við erum að fara úr algjörlega óviðunandi húsnæði, sem byggt var árið 1967, yfir í nútímann,“ segir Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, en slökkviliðið er að flytja í glænýtt 2.252 fermetra húsnæði.
Aðbúnaðurinn er mun betri að sögn hans og gerir staðsetning stöðvarinnar það að verkum að slökkviliðið getur þjónustað íbúa og fyrirtæki mun betur.
„Héðan liggja vegir til allra átta og leiðin er greið jafnt innanbæjar sem til nágrannasveitarfélaganna,“ segir Jón í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is