Home Fréttir Í fréttum Haf­in bygg­ing göngu­brú­ar yfir Þjórsá

Haf­in bygg­ing göngu­brú­ar yfir Þjórsá

255
0
Byrjað er að steypa und­ir­stöður göngu­brú­ar yfir Þjórsá við Búr­fell. Ljós­mynd/​Björn Hall­dórs­son

Fram­kvæmd­ir við bygg­ingu göngu- og reiðbrú­ar yfir Þjórsá fyr­ir ofan Þjófa­foss eru hafn­ar. Lág­marks­rennsli er nú í ánni og er sá tími notaður til að steypa stöpla brú­ar­inn­ar í far­vegi ár­inn­ar.

<>

Lands­virkj­un bygg­ir brúna. Fram­kvæmd­in er liður í mót­vægisaðgerðum vegna Búr­fells­stöðvar 2 sem gang­sett var fyr­ir rúm­um tveim­ur árum.

Til­gang­ur­inn er meðal ann­ars að bæta aðgengi að Búr­fells­skógi en hann hef­ur losnað aðeins úr tengsl­um við um­hverfið eft­ir fram­kvæmd­irn­ar við stækk­un Búr­fells­stöðvar.

Þá mun brú­in tengja sam­an kerfi reiðvega og göngu­stíga sem eru beggja vegna Þjórsár, í sveit­ar­fé­lög­un­um Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.

Öllum til­boðum hafnað

Lands­virkj­un bauð í sum­ar út bygg­ingu 102 metra langr­ar stál­bita­brú­ar í þrem­ur höf­um og með timb­urdekki.

Þrjú til­boð bár­ust og voru þau á bil­inu 190 til 243 millj­ón­ir en kostnaðaráætl­un Lands­virkj­un­ar hljóðaði upp á tæp­ar 126 millj­ón­ir kr.

Öllum til­boðum var hafnað og ákveðið að skipta verk­inu upp, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Samið var við Ístak sem átti lægsta til­boð í útboðinu um að byggja und­ir­stöður brú­ar­inn­ar.

Björn Hall­dórs­son, verk­efn­is­stjóri hjá Lands­virkj­un, seg­ir að það sé flókn­asti hluti verks­ins og sá sem mest óvissa ríki um.

Heimild: Mbl.is