F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni:
Rauðavatn – Stígagerð, útboð nr. 15032
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Verkið felst í gerð göngu og hjólastígs ásamt reiðstígs meðfram Rauðavatni auk yfirborðsfrágangs, stíglýsingar og strengja meðfram báðu stígum.
Verklok 15. apríl 2021
Eftirfarandi eru helstu efnisþættir og magntölur:
· Uppgröftur 2.400 m3
· Malarfylling 2.650 m3
· Jöfnunarlag 4.150 m2
· Malbik 3.800 m2
· Malarslitlag á reiðvegi 5.700 m2
· Sprautusáning 5.000 m2
· Lagnir- Uppgröftur 2.150 m3
· Lagnir- Fylling 500 m3
· Jarðstrengir 6.600 m
· Ljósastaura 5m 86 stk.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 13:00 þann 20. október 2020, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:15 þann 3. nóvember 2020.