Einn lést og tveir slösuðust er glerþak húss sem var í byggingu við Curtin-háskóla í Ástralíu hrundi. Viðbragðsaðilar voru kallaðir að húsinu um hádegisbil í dag að staðartíma, snemma í morgun að íslenskum tíma.
Maðurinn sem lést var 23 ára gamall en hann féll yfir 20 metra til jarðar. Hinir tveir slösuðu eru einnig á þrítugsaldri.
Í yfirlýsingu frá háskólanum segir að enginn nemandi eða starfsmaður háskólans hafi lent í slysinu, og má því ætla að mennirnir hafi verið starfsmenn. „Hugur okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda,“ segir í yfirlýsingunni.
https://twitter.com/oliviadii/status/1315895843090698241
Heimild: Mbl.is