Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í gær seljanda sumarhúss í Skorradal af kröfu kaupenda um skaðabætur vegna halla á gólfi.
Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í gær seljanda sumarhúss í Skorradal af kröfu kaupenda bústaðarins um skaðabætur vegna halla á gólfi hans.
Taldi dómurinn, sem var fjölskipaður, ósannað að seljendur hefðu vitað af hallanum á gólfinu og þar að auki sinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart kaupendum.
Umræddur bústaður er staðsettur í Vatnsendahlíð í Skorradalshreppi í september 2018. Tæpri viku eftir að kaupin gengu í gegn sendu kaupendur tölvupóst til seljandans og sagði að bústaðurinn væri gallaður þar sem gólfið hallaði.
Skömmu síðar fóru kaupendur fram á það að dómkvaddur yrði matsmaður til að leggja mat á gallann.
Niðurstaða matsins var á þann veg að mesti gólfhalli væri 12 prómíl, það er 12 millimetrar á hvern metra, sem gæti ekki talist eðilegt. Orsökin væri sú að hluti súlnanna undir bústaðnum hefðu sigið.
Undirstöðu bústaðsins væru haldnar ágöllum og að það hefði valdið siginu. Kostnað við viðgerð bústaðarins mat matsmaðurinn rúmlega 1,1 milljón króna og var það stefnufjárhæð málsins að viðbættum skaðabótavöxtum og dráttarvöxtum.
Kaupendur bústaðarins byggðu á því að sumarbústaðurinn hefði verið haldinn göllum og að seljandi væri ábyrgur fyrir tjóninu þar sem hann hefði ekki upplýst þau um hallann þrátt fyrir að hafa vitað af honum.
Án alls vafa hefði honum borið að gera þeim viðvart um hallann í söluferlinu. Bentu þau á að hann hefði haft uppi tilraunir til viðgerðar sem ekki hefðu reynst árangursríkar.
Seljandinn taldi aftur á móti að kaupendum hefði verið fullkomlega ljóst að sumarbústaðurinn væri ekki toppstandi.
Hann hefði látið þau vita af því að undirstöður hans hefðu sigið og að gólfið gæti hallað að hluta af þeim sökum. Þetta hafi verið gert strax við fyrstu skoðun.
Því til stuðnings benti hann á tölvupóst frá kaupendum til fasteignasala áður en kaupin voru gerð en þar var meðal annars spurt um stöplana undir húsinu og önnur atriði um frágang þess.
Þá hafi þeim verið gert viðvart um að fyrri eigandi bústaðarins hefði áður reynt að lagfæra gólfhalla þess. Því til viðbótar bentu þau á að annar kaupenda væri menntaður smiður og hefði kennt fagið um árabil.
Að mati dómsins þótti óumdeilt að seljandi hefði upplýst kaupendur um að sig hefði orðið á undirstöðum bústaðarins undir svefnrými og að reynt hefði verið að lagfæra það. Með hliðsjón af því taldi dómurinn að seljandinn hefði með engu móti reynt að fela gallann. Seljandinn var því sýknaður og honum dæmdar 1.200 þúsund krónur í málskostnað.
Heimild: Vb.is