Úrskurðarnefnd kærunefndar útboðsmála felldi í júlí úr gildi fyrri hönnunarsamkeppni. Sautján hönnunar- og arkitektastofur sendu inn tillögur og sex voru svo valdir í sérstöku forvali til að taka þátt.
Hvert hönnunarteymi fékk þrjár milljónir króna fyrir þátttöku í keppninni.
Fimm umsækjendur af þeim ellefu sem ekki voru valdir í forvalið kærðu valið til kærunefndar útboðsmála, sem í febrúar stöðvaði keppnina tímabundið.
Í júlí komst nefndin svo að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um val á þátttakendum yrði felld úr gildi, þar sem forsendur fyrir valinu samrýmdust ekki lögum um opinber innkaup.
Vegagerðin var dæmd til að greiða 900 þúsund krónur í málskostnað, auk þess sem hún er skaðabótaskyld gagnvart þeim sem kærðu.
Ætti ekki að tefja Borgarlínu
Hrafnkell Proppé, verkefnastjóri Borgarlínunnar, segir að ný hönnunarkeppni ættu ekki að tefja framkvæmdir. Undirbúningsframkvæmdum, undanfarar sjálfrar brúarsmíðarinnar, er ekki lokið og má þar nefna gerð landfyllinga, færslu lagna og slíkt.
Framkvæmdir við hluta Borgarlínunnar milli Hlemms og Hamraborgar eiga að fara fram árin 2021-2023, en ekki búið að tímasetja hvern bút leiðarinnar fyrir sig.
Hrafnkell segist þess vegna enn vera á því að brúin sjálf muni rísa innan þess tíma sem horft var á, þó hönnunin sjálf verði ljós seinna en áætlað var.
Heimild: Ruv.is