Bæjarráð Garðabæjar veitti í dag fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, leyfi fyrir byggingu útigeymslu, útisturtu og gróðurhúsi.
Bjarni, sem hefur hingað til verið þekktur sem einn færasti kökuskreytingameistari landsins, ætlar að færa sig úr súkkulaðinu og yfir í moldina. Gera fingurna græna.
Hjónin Bjarni og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hafa greinilega nýtt tímann og gert eins og svo margir íslendingar skellt sér í framkvæmdir því í ágúst sóttu þau um byggingarreit fyrir smáhýsi úr steinsteypu undir geymslu og bað.
Forvitnilegt verður að sjá útkomuna en Þóra Margrét er af mörgum talin vera með eitt smekklegasta auga hönnunar og engin tilviljun að Stöð 2 réð hana að vera fyrir framan myndavélarnar þegar fallegasta heimili landsins var valið.
Það heimili sem varð fyrir valinu er í Mývatnssveit, fegurstu sveit landsins.
Heimild: Frettabladid.is