Ný göngubrú yfir Reykjanesbraut var hífð á stöpla sína við Ásland í Hafnarfirði í morgun.
Veginum var lokað milli Kaldárselsgatnamóta og Strandgötubrúar á meðan brúin var hífð á sinn stað.
Vegagerðin segir frá því á vef sínum að framkvæmdin hafi gengið framar vonum.
„Gatan var lokuð klukkan 9.30 en þá hafði staðið yfir um klukkutíma undirbúningur. Innan við tuttugu mínútur liðu frá því kraninn fór á loft og þar til boltar höfðu verið festir.
Reykjanesbrautin var lokuð til klukkan 13 meðan fjarlægðar voru þungar umferðarvarnir af götunni,“ segir á vefnum.
Heimild: Visir.is