Home Fréttir Í fréttum Suðurverk fær nýja CAT D6 XE LGP jarðýtu frá Kletti

Suðurverk fær nýja CAT D6 XE LGP jarðýtu frá Kletti

479
0
Á myndinni með Dofra er Páll Theódórsson, verkstjóri CAT, og Snorri Árnason, sölustjóri landvéla. Mynd: Klettur ehf.

Fyrr í dag tók Dofri Eysteinsson, forstjóri og eigandi Suðurverks, á móti þessari stórglæsilegu nýju CAT D6 XE LGP jarðýtu sem er fyrsta rafdrifna jarðýtan í heimi sem er með drifhjólin uppi.

<>

Hefðbundin dísilvél, CAT C9.3B, sér um að knýja rafal sem framleiðir raforku fyrir rafmótor sem svo knýr drifhjólin.

Þessi búnaður er með allt að 90% færri hreyfanlega hluti en í hefðbundinni skiptingu og hraðabreytingar eru stiglausar.

Eldsneytisnýting á fluttan rúmmetra er allt að 35% betri og viðhaldskostnaður er allt að 12% lægri en á eldri gerðum.

Ökumannshúsið hefur einnig verið endurhannað, það er mun stærra með 15% stærri gluggafleti.

Jarðýtan er útbúin GPS búnað frá CAT / Trimble og einnig er hún með sjálfvirkt smurkerfi.

Heimild: Facebooksíða Kletts