Home Fréttir Í fréttum Breikk­un brúa mun kosta á ann­an millj­arð

Breikk­un brúa mun kosta á ann­an millj­arð

226
0
Ljós­mynd­ari mbl.is átti leið hjá Kvíá í dag. Að sögn var mik­ill fjöldi vega­gerðarfólks að störf­um mbl.is/Þ​or­geir

Guðmund­ur Val­ur Guðmunds­son, for­stöðumaður Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir að fram­kvæmd­ir við breikk­un ein­breiðra brúa á Suðaust­ur­landi munu kosta á ann­an millj­arð.

<>

Fram­kvæmd­irn­ar sem um ræðir eru á fjór­um stöðum og eru verklok fyr­ir­huguð í vor á næsta ári.

Brýrn­ar sem um ræðir liggja yfir Kvíá, Brunná, Steinavötn og Fellsvötn.

Fram­kvæmd­ir hóf­ust í fyrra­haust og voru verk­in við Steinavötn og Fellsvötn boðin út.

Ístak varð hlut­skarp­ast í útboðinu og fer með fram­kvæmd­irn­ar. Eng­in bauð í fram­kvæmd­irn­ar við Brunná og Kvíá og kannaði Vega­gerðin áhuga „lík­legra fyr­ir­tækja,“ líkt og Guðmund­ur Val­ur orðaði það í sam­tali við mbl.is.

Úr varð að Ístak fer einnig með fram­kvæmd­ir við Brunná og Kvíá.

Líkt og áður sagði eru verklok fyr­ir­huguð snemma á næsta ári og mun verkið kosta á ann­an millj­arð sam­kvæmt for­stöðumanni Vega­gerðar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is