Home Fréttir Í fréttum Dýrafjarðargöng. Vinna síðustu 3 vikur

Dýrafjarðargöng. Vinna síðustu 3 vikur

176
0
Mynd: BB.is

Unnið var við fyllingar undir steypta stétt sem kemur milli kantsteins og veggjar í göngunum og er þeirri vinnu nánast lokið.

<>

Unnið var í tæknirýmum, fjarskiptahúsum og neyðarrýmum við lagnavinnu og tengingar. Hurðum var komið fyrir í neyðarsímaklefum sem eru í tæknirýmunum.


Að auki var unnið við að koma upp skiltafestingum, skiltum og neyðarsímaskápum og tengingu að þeim. Uppsetning ljósa fyrir veglýsingu í göngunum er lokið og unnið að því að tengja ljósin.

Fyrstu ljósin voru kveikt þann 17 júlí. Búið er að koma fyrir ljósastæðum fyrir kantlýsingu og ídráttarrörum í þau.

Unnið var við fláafyllingar í veginum í Arnarfirði ásamt jöfnun undir neðra burðalag. Haldið var áfram með að keyra efni í neðri hluta efra burðarlags í syðri hluta vegarins og beggja vegna við Hófsárbrú.

Að auki var unnið við efnisvinnslu í Arnarfirði. Í Dýrafirði var jafnað undir neðri hluta efra burðarlags frá gatnamótum við núverandi þjóðveg og inn eftir firðinum og byrjað að leggja neðri hluta efra burðarlags.

Eitt vegræsi var sett niður í Dýrafirði og grafið fyrir og gert tilbúið fyrir stálplöturæsi sem Kjaransstaðaá mun renna í undir veginum og aðeins byrjað á samsetningu á ræsinu.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar kveikt var á vegljósum, fyllingar undir steypta stétt, vegagerð í Arnarfirði og neyðarsímaskáp í göngunum.

Heimild: BB.is