Orka náttúrunnar óskar tilboða í framkvæmdir í tengslum við viðgerðir, endurnýjun og úrbætur á burðarkerfi klæðningar og klæðningu á kæliturni 4 við Hellisheiðarvirkjun.
Um er að ræða niðurtekt á núverandi álklæðningu og hluta burðarvirkis undir álklæðningunni, sem er að mestu úr trefjaplastbitum, styrkingu og endurbótum á burðarvirkinu og enduruppsetning álklæðninar að nýju.
Verkkaupi leggur til megnið af því efni sem þarf til framkvæmdanna, umfram það efni sem verður endurnýtt.
Tilboð verða opnuð þann 10.08.2020 kl. 11:00
Nánari upplýsingar má nálgast í útboðsgögnum sem gerð hafa verið aðgengileg á útboðsvef Orkuveitu Reykjavíkur