Áætlað er að mánudaginn 6. júlí hefjist vinna við tengingu nýrrar hreinsistöðvar fráveitu við fráveitukerfið á Akureyri.
Stefnt er að því að ljúka verkinu á fjórum til fimm dögum, en einungis er hægt að vinna verkið á fjöru og er um nokkra verkþætti að ræða.
Meðan á vinnunni stendur mun megninu af fráveituvatni frá Akureyri verða hleypt út um neyðarkerfi við sunnanverðan Glerárós.
Einnig verður fráveituvatni hleypt út í voginn sunnan Krossaness.
Að framkvæmdum loknum mun fráveituvatnið fara um nýja útrás við hreinsistöðina sem er tæplega 400 metra löng og nær niður á 40 metra dýpi.
Áætlað er að í sumar verði hreinsistöðin prófuð og síðan tekin endanlega í notkun seinni hluta ágústmánaðar.
Fólk er beðið um að sýna aðgát og stunda ekki sjóböð á viðkomandi svæðum meðan á tengiframkvæmdum stendur.
Heimild: Akureyri.is