Samkvæmt kostnaðaráætlun Verkís sem lögð var fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í vikunni er heildarkostnaður við fjölnota knattspyrnuhúsið á Torfnesi talinn verða á bilinu 470 – 550 milljónir króna eftir því sem heimildir Bæjarins besta herma.
Í síðasta mánuði kom fram hjá bæjarráði að kostnaðaráætlun samkvæmt viðræðum við Huugas væri 470 milljónir króna en mat Verkís þá var 587 milljónir króna.
Til verksins er varið í fjárhagsáætlun ársins 280 m.kr. í ár og 260 m.kr. á næsta ári eða samtals 540 milljónir króna.
Bæjarstjóra var falið að vinna málið áfram og virðist undirritun samninga vera að nálgast.
Í skýrslu meirihluta nefndar um byggingu fjölnota íþróttahúss frá október 2019 er lagt til að fara í útboð á fjölnota knattspyrnuhús og hámarksverð í húsið verði 380.000.000 kr.
Heimild: BB.is