Landsnet óskar eftir tilboðum í byggingu strengja- og útivistarbrúar yfir Glerá á Akureyri.
Verkið felur í sér smíði stálbogabrúar sem er í einu 35 m löngu hafi.
Lengd brúar með stöplum er um 45 m. Í brúargólfinu eru ídráttarrör fyrir háspennustrengi RARIK og strengir Landsnets eru í upphengdum ryðfrí stálrörum undir brúarbúargólfi.
Brúin verður einnig nýtt sem göngu-, hjóla og reiðbrú.
Helstu verkþættir eru:
- Gerð tímaáætlunar, skipurits, lýsingar á verklagi og vinnuaðferðum (Method Statement)
- Aðstöðusköpun
- Ídráttarrör 900 m
- Handrið 140 m
- Bergskeringar 230 m3
- Steypumót 200 m2
- Steypa, staðsteypa 40 m3
- Forsteyptar einingar í brúargólf 18 stk.
- Stálvirki 14 tonn
- Ryðfrí Ø500×3 ryðfrí rör undir brú 4,2 tonn
- Vinna annað það sem sýnt er á teikningum eða kann að verða krafist á framkvæmdatímanum.
- Frágangur í verklok í samræmi við fyrirmæli verkgagna og umsjónarmanns verkkaupa.
Nánari lýsingu á verkinu er að finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvef Landsnets