Eimreiðin Minør er vanalega sett upp í kringum sumardaginn fyrsta og tekin niður fyrsta vetrardag. Það verða hins vegar breytingar á því fyrirkomulagi þetta árið þar sem framkvæmdir eru nú í gangi við Hvalinn á Miðbakka.
Eimreiðin verður sett upp þegar nær dregur sumri.
Í ár eru 103 ár liðin síðan eimreiðarnar Minør og Pioner luku verki sínu við gerð Gömlu hafnarinnar. Eimreiðin Minør hefur ávallt verið í vörslu Faxaflóahafna yfir vetrartímann á meðan eimreiðin Pioner hefur verið varðveitt allt árið í kring á Árbæjarsafni.
Eimreiðarnar voru keyptar hingað til lands vegna hafnargerðar. Þar að auki var járnbraut lögð frá Öskjuhlíð, Kringlumýri og Skólavörðuholtinu.
Heimild: Faxaflóahafnir.is