Gert er ráð fyrir að íbúðirnar fari í sölu innan tveggja ára.
Það er frábært að finna fyrir þessum mikla áhuga hönnuða og verktaka og að engan bilbug sé á þeim að finna þrátt fyrir þá óvissu í efnahagsmálum sem nú ríkir. Við gætum ekki fengið betri skilaboð inn í efnahagslífið.
Þarna vorum við að úthluta lóðum undir 300 íbúðir og ættu framkvæmdir við þær að vera komnar á fulla ferð í sumar,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum á miðvikudag tillögu bæjarráðs um úthlutun lóða í fyrsta áfanga Hamraness í Skarðshlíðarhverfi til fjögurra hópa arkitekta, hönnuða og byggingaraðila, sem koma til með að móta svæðið. Er gert ráð fyrir að íbúðirnar fari í sölu innan tveggja ára.
„Síðar í mánuðinum munum við úthluta fleiri lóðum á svæðinu til að koma til móts við þennan mikla áhuga,“ segir Rósa. Ellefu hópar sóttu um lóðir og fengu fjórir úthlutað í þessari atrennu.
Um er að ræða 25 hektara byggingarsvæði sem stendur við uppland Hafnarfjarðar. Ákveðið var að ráðast í uppbyggingu á svæðinu síðasta haust. „Hugmyndin er að skipulag þessa svæðis endurspegli þörf á markaði. Það er mikil eftirspurn eftir fallegum minni íbúðum á góðu verði,“ segir Rósa.
Rekstur leik- og grunnskóla er kominn af stað. Íþróttahús og útibú tónlistarskóla verða afhent í sumar.Þá eru þrjár lóðir ætlaðar íbúðafélaginu Bjargi, sem var stofnað af ASÍ og BSRB, fyrir uppbyggingu 150 íbúða.
„Við viljum mæta þessari eftirspurn á einu fallegasta og fjölskylduvænasta byggingarsvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir bæjarstjórinn.
Heimild: Frettabladid.is